Verkið felst í því að leggja 500 millimetra skólplögn, Vallaræsi, frá gatnamótum Ásvallabrautar og Hádegisskarðs við Nóntorg og að Engjavöllum. Grafa skal og sprengja fyrir ræsinu, sanda undir og leggja rör og sanda. Að lokum á að ganga frá yfirborði í samt horf og áður var. Heildarlengd ræsisins er um 1.400m og skurðdýpi er frá 2m og upp í 7-8m. Verkkaupi er Hafnarfjarðarbær og eftirlit með verkinu hefur verkfræðistofan Strendingur. Áætluð verklok samkvæmt samningi er í októberlok 2021.